Myndskeiðaforritið
Notaðu Myndskeiðaforritið til að spila kvikmyndir og annað myndskeiðaefni sem þú hefur
vistað eða hlaðið niður í tækið þitt. Forritið gegnir líka hlutverki sjónvarpsvísis þar sem þú
getur skoðað ítarlegar upplýsingar um dagskrárefni og tengt efni, þar á meðal færslur á
samfélagsmiðlum um dagskrárefnið sem þú hefur áhuga á. Þú getur notað forritið sem
fjarstýringu með samhæfðu heimatæki. Þú getur líka spilað kvikmyndirnar þínar í öðrum
tækjum sem eru tengd við sama netkerfi eða ef þær eru vistaðar í skýinu.
Ef til vill er ekki hægt að spila öll myndskeið í Myndskeiðaforritinu. Framboð á sjónvarpsvísinum
og fjarstýringunni er mismunandi eftir mörkuðum og tengdu tæki.
1
Pikka á til að opna valmynd heimaskjás myndskeiða
2
Skoða dagskrána
3
Endurhlaða efni
4
Fjarstýring
5
Leita í efni
6
Skipta á milli þess að skoða efni úr safninu þínu, vinsælt dagskrárefni, útsendingarefni, kvikmyndir,
sjónvarpsþætti og dagskrárefni sem mælt er með
7
Draga vinstri brún skjásins til hægri til að opna valmyndina, fletta í efni og breyta stillingum
8
Pikka á dagskrárefni til að fá ítarlegar upplýsingar og tengt efni
Tækið þitt notað sem fjarstýring
Til þess að geta notað tækið þitt sem fjarstýringu með samhæfu heimatæki þarftu fyrst
að para tækin. Til þess að gera það þurfa bæði tækin að vera tengd sama netkerfi. Meiri
upplýsingar um samhæf tæki finnurðu á
Listi samhæfra tækja
.
1
Á
Heimaskjár pikkarðu á og finnur svo og pikkar á Myndskeið.
2
Pikkaðu á til að opna valmynd heimaskjásins og pikkaðu svo á
Bæta við tæki.
3
Veldu heimatæki af listanum.
4
Sláðu inn skráningarnúmerið sem er sýnt á heimatækinu og fylgdu
leiðbeiningunum til að klára pörunina.
5
Eftir að tækin hafa verið pöruð birtist táknið fyrir fjarstýringareiginleikann. Nú
geturðu notað tækið þitt sem fjarstýringu fyrir heimatækið þitt.
Stillingum breytt
1
Á
Heimaskjár pikkarðu á og finnur svo og pikkar á Myndskeið.
2
Pikkaðu á til að opna valmynd heimaskjásins og pikkaðu svo á
Stillingar.
3
Breyttu stillingum eins og óskað er eftir.
121
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.
Myndskeið spilað
1
Á
Heimaskjár pikkarðu á og finnur svo og pikkar á Myndskeið.
2
Finndu og pikkaðu á myndskeiðið sem þú vilt spila. Ef myndskeiðið birtist ekki á
skjánum skaltu pikka á til að opna valmynd heimaskjásins og finna svo og pikka
á myndskeiðið sem þú vilt spila.
3
Pikkaðu á skjáinn til að sýna eða fela stýringarnar.
4
Til að gera hlé á spili pikkarðu á . Til að halda spilun áfram pikkarðu á .
5
Dragðu framvindustikumerkið til vinstri til að spóla til baka. Dragðu
framvindustikumerkið til hægri til að spóla áfram.
Hljóðstillingum breytt meðan myndskeið er spilað
1
Meðan myndskeið er spilað skaltu pikka á skjáinn til að birta stýritakkana.
2
Pikkaðu á >
Hljóðstillingar og breyttu svo stillingunum að vild.
Myndskeiði deilt
1
Þegar myndskeið er spilað pikkarðu á , pikkaðu síðan á
Samnýta.
2
Pikkaðu á forritið sem þú vilt nota til að deila völdu myndskeiði, fylgdu síðan
meðfylgjandi leiðbeiningum.