Viðhald gegnum tölvu
Xperia™ Companion
Xperia™ Companion er hugbúnaðarþjónusta með safni af verkfærum og forritum sem þú
getur notað þegar þú tengir tækið þitt við tölvu. Með Xperia™ Companion getur þú:
•
Uppfært eða gert við hugbúnað tækinsins.
•
Flutt efni úr gömlu tæki með Xperia™ Transfer.
•
Tekið öryggisafrit og endurheimt efni í tölvunni.
•
Samstilltu margmiðlunarefni – myndir, myndskeið, tónlist og lagalista – á milli tækisins og
tölvu.
•
Skoðaðu skrár í tækinu þínu.
Til að nota Xperia™ Companion þarftu nettengda tölvu sem keyrir eitthvert af eftirfarandi
stýrikerfum:
•
Microsoft
®
Windows
®
7 eða nýrri
•
Mac OS
®
X 10.11 eða nýrri
Fáðu frekari upplýsingar og sæktu Xperia™ Companion fyrir Windows á
http://support.sonymobile.com/tools/xperia-companion/ eða Xperia™ Companion fyrir
Mac á http://support.sonymobile.com/tools/xperia-companion-mac/.
Umsjón með skrám í tölvu
Notaðu USB-snúrutengingu milli Windows
®
-tölvu og tækisins þíns til að flytja og vinna
með skrár.
Þegar tækin tvö eru tengd geturðu valið hvort þú vilt hlaða tækið, flytja skrár, nota það
sem orkugjafa eða nota það fyrir MIDI-ílag. Tölvan greinir tækið þegar þú velur
tengistillinguna
Flytja skrár. Sjálfgefin tengistilling er stillt á Hlaða þetta tæki.
43
Þetta er internetútgáfa þessarar útgáfu. © Prentið aðeins til einkanota.
Með Xperia™ Companion færðu aðgang að skráakerfi tækisins. Ef Xperia™ Companion
er ekki uppsett þarftu að setja það upp þegar þú tengir tækið við tölvuna.
Notaðu alltaf USB-snúru sem ætluð er fyrir þína gerð af Xperia™ og gættu þess að hún sé
alveg þurr.
USB-tengistilling
Þú getur notað
Flytja skrár-tenginguna við umsýslu með skrár og við uppfærslu á
hugbúnaði tækisins. Þessi USB-stilling er notuð á Microsoft
®
Windows
®
-tölvum. Kveikt
er sjálfgefið á hleðslu.
Með því að nota stillinguna
Nota tækið sem MIDI getur tækið þitt virkað sem MIDI-ílag
fyrir hljóðfæraforrit.
USB-tengiaðferð breytt
1
Tengdu USB-tengi við tækið þitt.
2
Dragðu stöðustikuna niður og pikkaðu svo á
Hlaða þetta tæki.
3
Pikkaðu á
Flytja skrár eða Nota tækið sem MIDI að vild.